Fjárfestingarstefna 2019

Stjórn lífeyrissjóðsins skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Sjóðurinn rekur samtryggingardeild og séreignadeild sem skiptist í tvær leiðir og inniheldur hver leið sjálfstæða fjárfestingarstefnu.

Samtryggingardeild

Sjóðurinn hefur sögulega séð verið íhaldssamur í fjárfestingum og sést það best á því að hann hefur aldrei þurft að skerða áunnin réttindi sjóðfélaga. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 20 ár er um 4,6% sem er ein albesta langtímaávöxtun lífeyrissjóðs innan lífeyrissjóðakerfisins. Það má því segja að sjóðnum hafi tekist mjög vel til við eitt af megin viðfangsefnum sínum sem er að finna rétta jafnvægið milli ávöxtunar og áhættu þegar kemur að fjárfestingum.Fjárfestingarstefna samtryggingardeildar sjóðsins fyrir árið 2019 er dregin saman í eftirfarandi töflu.

Séreignardeild

Í gildi er samningur við Arion banka hf., um ávöxtun fjármuna séreignardeildarinnar eftir útboð á fjármálamarkaði á sínum tíma. Þannig næst fjárhagslegur aðskilnaður milli deilda. Ávöxtun og uppgjör miðast við markaðsvirði eigna hverju sinni. Algert skilyrði er að eignir deildarinnar séu skráðar og hafi markaðsvirði. Tvær fjárfestingarstefnur eru í boði fyrir rétthafa deildarinnar. Kallast þær Söfnunarleið I og Söfnunarleið II.

Í báðum leiðum er fjárfest í verðbréfum sem eru auðinnleysanleg eða auðseljanleg innan 3 – 4 virkra daga.  Deildin greiðir út lífeyri mánaðarlega þannig að algerlega vandræðalaust er að mæta öllum beiðnum um útgreiðslur.  Áhætta af beiðni um flutning inneignar rétthafa til annars vörsluaðila, greiðslu lífeyris mánaðarlega eða sértækra reglna um útgreiðslu séreignar er engin.

Ráðstöfun fjármuna og eignasamsetning

Söfnunarleið I

Söfnunarleið I fjárfestir í innlánum (55%) og stuttum skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríki og lánastofnunum (45%). Innlánum deildarinnar er dreift á a.m.k. þrjár innlánsstofnanir til að takmarka mótaðilaáhættu. Í skuldabréfasafni er horft til skuldabréfa og víxla með stuttan líftíma til að lágmarka sveiflur í ávöxtum. Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutdeildaskírteinum og hlutum sjóða um sameiginlega fjárfestingu en takmarkast hún við skammtímasjóði.

Leiðin er hentug sjóðfélögum deildarinnar sem eru að nálgast lífeyristökualdur og þeim sem vilja taka litla áhættu.

Söfnunarleið II

Markmið sjóðsins er að ávaxta fé rétthafa á sem bestan hátt að teknu tilliti til áhættu með neðangreindum hætti í samræmi við samþykktir sjóðsins á hverjum tíma. Það er sameiginlegt mat sjóðsins og Arion banka hf. að neðangreind samsetning sé vænleg til jafnrar og traustrar ávöxtunar handa rétthöfum. Þar sem gert er ráð fyrir að meginhluti eigna sé í skuldabréfum, má gera ráð fyrir að sveiflur í ávöxtun verði minni. Ítrustu heimildir deildarinnar byggja á samþykktum sjóðsins skv. 7. gr.

Hér að neðan má sjá markmið um eignasamsetningu og vikmörk.Frekari skorður á fjárfestingar.

 

 Fjárfestingarstefnuna í heild sinni má nálgast hér.

Um sjóðinn

SL lífeyrissjóður er lífeyrissjóður ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Hann er sjálfstæður lífeyrissjóður sem ekki starfar í tengslum við stéttarfélag.

Skrifstofan

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 16
SL lífeyrissjóður
Borgartún 29, 105 Reykjavík
  • KT: 450181-0489 | Banki: 101-26-19050
  • Sími: 510 7400 | Fax: 510 7401
  • Tölvupóstur: sl[hjá]sl.is
Númer samtryggingardeildar er: L015
Númer séreignardeildar er: X016
Númer endurhæfingasjóðs er: R015

Finndu okkur!

agri escort elazig escort
escort antalya
bodrum escort
ankara escort
bahis siteleri
antalya escort