Fjárfestingastefna 2017

Stjórn lífeyrissjóðsins skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Sjóðurinn rekur samtryggingardeild og séreignadeild sem skiptist í tvær leiðir og inniheldur hver leið sjálfstæða fjárfestingarstefnu.

Samtryggingardeild

Sjóðurinn hefur sögulega séð verið íhaldssamur í fjárfestingum, og sést það best á því að hann hefur aldrei þurft að skerða áunnin réttindi, og er með einhverja bestu langtímaávöxtun innan lífeyrissjóðakerfisins.

 

Staða 30.09.16

Markmið

Vikmörk

Innlendar eignir

78,50%

75%

55-80%

Bein og óbein ábyrgð ríkissjóðs

42,70%

40%

35-50%

Innlend skuldabréf

19,50%

20%

5-25%

Skuldabréf banka og fjármálafyrirtækja

5,20%

5%

0-10%

Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga

7,10%

5%

5-10%

Skuldabréf fyrirtækja

3,70%

3%

0-5%

Sjóðfélagalán

3,40%

7%

4-10%

Önnur innlend verðbréf

15,80%

14%

10-25%

Skráð hlutabréf

9,80%

9%

5-15%

Verðbréfasjóðir

0,90%

1%

0-3%

Framtakssjóðir/Óskráð hlutabréf

5,20%

3%

2-7%

Innlend innlán

0,50%

1%

0-10%

Erlendar eignir

21,50%

25%

15-48%

Erlend verðbréf

19,40%

25%

15-45%

Skráð hlutabréf

0,40%

0%

0-2%

Verðbréfasjóðir

15,50%

19%

12-30%

Framtakssjóðir/Óskráð hlutabréf

2,90%

5%

2-7%

Skuldabréf

0,60%

1%

0-5%

Erlend innlán

2,10%

0%

0-10%


Markmið um eignasamsettningu

Veltuviðmið eignasafnsins

Til ráðstöfunar eru samkvæmt áætlun sjóðsins kr. 6.872 milljónir árið 2017. Þessi áætlun byggir á innflæði vegna verðbréfa með reglulegum greiðslum sem og iðgjöldum að frádregnum lífeyri og rekstrarkostnaði.  Komi til sala verðbréfa innan ársins, eykur það ráðstöfunarféð sem því nemur. Sjóðurinn hefur sett sér eftirfarandi veltuviðmið.

 

 

Hlutföll

Innlendar eignir

0-100%

Bein og óbein ábyrgð ríkissjóðs

0-100%

Innlend skuldabréf

0-100%

Skuldabréf banka og fjármálafyrirtækja

0-20%

Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga

0-10%

Skuldabréf fyrirtækja

0-20%

Sjóðfélagalán

0-100%

Önnur innlend verðbréf

0-30%

Skráð hlutabréf

0-20%

Verðbréfasjóðir

0-15%

Framtakssjóðir/Óskráð hlutabréf

0-15%

Innlend innlán

0-100%

Erlendar eignir

0-80%

Skráð hlutabréf

0-5%

Verðbréfasjóðir

0-75%

Framtakssjóðir/Óskráð hlutabréf

0-30%

Skuldabréf

0-10%

Erlend innlán

0-80%


Veltuviðmið á ráðstöfun fjármuna

*Sjóðurinn sinnir eftirspurn sjóðfélagalána eins og hún birtist á hverjum tíma.

Séreignardeild

Í gildi er samningur við Arion banka hf., um ávöxtun fjármuna séreignardeildarinnar eftir útboð á fjármálamarkaði á sínum tíma. Þannig næst fjárhagslegur aðskilnaður milli deilda. Ávöxtun og uppgjör miðast við markaðsvirði eigna hverju sinni. Algert skilyrði er að eignir deildarinnar séu skráðar og hafi markaðsvirði. Tvær fjárfestingarstefnur eru í boði fyrir rétthafa deildarinnar. Kallast þær Söfnunarleið I og Söfnunarleið II.

Í báðum leiðum er fjárfest í verðbréfum sem eru auðinnleysanleg eða auðseljanleg innan 3 – 4 virkra daga.  Deildin greiðir út lífeyri mánaðarlega þannig að algerlega vandræðalaust er að mæta öllum beiðnum um útgreiðslur.  Áhætta af beiðni um flutning inneignar rétthafa til annars vörsluaðila, greiðslu lífeyris mánaðarlega eða sértækra reglna um útgreiðslu séreignar er engin.

Ráðstöfun fjármuna og eignasamsetning

Söfnunarleið I

Hefðbundin innlánsreikningur sem ber bestu mögulegu innlánsvexti á hverjum tíma. Við mat á bestu kjörum þarf m.a. að taka tillit áhættu eins og t.d. mótaðilaáhættu og lausafjáráhættu. Hún er hentug lífeyrisþegum deildarinnar sem eru að nálgast lífeyristökualdur og þeim sem vilja taka litla áhættu. Til þess að skipta um leiðir þarf upplýst samþykki hvers og eins að berast sjóðnum. Heimildir Söfnunarleiðar I er 0-100% í innlánum.

Söfnunarleið II

Markmið sjóðsins er að ávaxta fé rétthafa á sem bestan hátt að teknu tilliti til áhættu með neðangreindum hætti í samræmi við samþykktir sjóðsins á hverjum tíma. Það er sameiginlegt mat sjóðsins og Arion banka hf. að neðangreind samsetning sé vænleg til jafnrar og traustrar ávöxtunar handa rétthöfum. Þar sem gert er ráð fyrir að meginhluti eigna sé í skuldabréfum, má gera ráð fyrir að sveiflur í ávöxtun verði minni. Ítrustu heimildir deildarinnar byggja á samþykktum sjóðsins skv. 7. gr.

 

FLOKKAR VERÐBRÉFA

STAÐA 30.09.2016

MARKMIÐ

VIKMÖRK

Innlán í bönkum og sparisjóðum

7,8%

5%

0%-25%

Ríkisvíxlar, ríkisskuldabréf og skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs

62,0%

60%

45%-100%

Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga

0,1%

2%

0%-10%

Skuldabréf og víxlar banka, sparisjóða og annarra lánastofnana

4,4%

5%

0%-15%

Fasteignaveðtryggð skuldabréf

0,0%

0%

0%-10%

Hlutabréf

18,0%

20%

0%-30%

Hlutir eða hlutdeildarskírteini annarra sjóða um sameiginlega fjárfest.

0,4%

0%

0%-5%

Önnur verðbréf

7,3%

8%

0%-30%

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði

0,0%

0%

0-1%

Samtals:

100,0%

100%

 

 

Tafla 10.1. Flokkar verðbréfa.

 

STAÐA 30.09.2016

MARKMIÐ

VIKMÖRK

Hlutabréf

18,0%

20%

0%-30%

Skráð innlend hlutabréf

9,5%

10%

0%-30%

Óskráð innlend hlutabréf

0,1%

0%

0%-5%

Erlend hlutabréf

8,5%

10%

0%-30%

 

Tafla 10.2. Hlutabréf – sundurliðun á fjárfestingarstefnu.

 

STAÐA 30.09.2016

MARKMIÐ

VIKMÖRK

Önnur verðbréf

7,3%

8%

0%-30%

Skuldabréf fyrirtækja

1,8%

3%

0%-20%

Erlend skuldabréf

3,1%

3%

0%-20%

Annað

2,3%

2%

0%-20%


 Tafla 10.3. Önnur verðbréf – sundurliðun á fjárfestingarstefnu.

 

Fjárfestingarviðmið deildarinnar byggir á viðmiðunarsamsetningu eigna eins og henni er lýst að ofan.

Viðmiðin eru eftirfarandi:

VIÐMIÐUNARVÍSITALA

HLUTFALL

RIKB 19 0226

6,40%

RIKB 20 0205

4,80%

RIKB 22 1026

5,60%

RIKB 25 0612

1,60%

RIKB 31 0124

1,60%

Íbúðabréf 15.06.2024 lr.

22,40%

Íbúðabréf 15.04.2034 lr.

8,00%

Íbúðabréf 15.06.2044 lr.

15,20%

RIKS 21 0414

12,00%

RIKS 30 0701

2,40%

Heimsvísitala hlutabréfa (MSCI World Index)

10,00%

Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland (OMXI8)

10,00%

Samtals:

100,00%

 

 

Líftími – innlend skuldabréf

6,1 ár

Verðtrygging – innlend skuldabréf

75,00%

 

 Fjárfestingarstefnuna í heild sinni má nálgast hér.

Um sjóðinn

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er lífeyrissjóður ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Hann er sjálfstæður lífeyrissjóður sem ekki starfar í tengslum við stéttarfélag.

Skrifstofan

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 16
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
Borgartún 29, 105 Reykjavík
  • KT: 450181-0489 | Banki: 101-26-19050
  • Sími: 510 7400 | Fax: 510 7401
  • Tölvupóstur: sl[hjá]sl.is
Númer samtryggingardeildar er: L015
Númer séreignardeildar er: X016
Númer endurhæfingasjóðs er: R015

Finndu okkur!