SL lífeyrissjóður leggur áherslu á vandað verklag og gott siðferði. Í því skyni hefur verið settur upp hnappur sem ætlaður er bæði starfsmönnum sem og öðrum er hafa ábendingar um misferli innan sjóðsins. Dæmi um misferli getur verið að ekki sé að fullu starfað í samræmi við lög og reglur, verklagsreglur og almennt siðferði. Ábendingin getur verið nafnlaus með öllu og eru þá reitirnir nafn, netfang og sími skildir eftir auðir.