28. febrúar 2023

Hækkun vaxta óverðtryggðra- og breytilegra verðtryggðra sjóðfélagalána

Á fundi stjórnar SL lífeyrissjóðs þann 21. febrúar sl. var ákveðið að hækka breytilega verðtryggða vexti á sjóðfélagalánum úr 1,99% í 2,25%. Ástæða þessa er sú að verðtryggðir vextir á verðbréfamarkaði hafa verið að hækka og því eðlilegt að breytilegir vextir geri það líka við þær aðstæður. Tekur breytingin gildi 1. apríl 2023. Þessi breyting hefur áhrif á útistandandi sjóðfélagalán með breytilegum verðtryggðum vöxtum og eykur greiðslubyrði slíkra lána. Á það er minnt að hægt er að breyta vaxtakjörum verðtryggðs láns með breytilega vexti í fasta vexti óski lántaki þess. Jafnframt var ákveðið að óverðtryggðir vextir verði 8,20% frá 15. mars 2023 en þeir eru núna 7,94%. Ef sjóðfélagar vilja frekari upplýsingar þá endilega hafið samband við sjóðinn.