Fjárfestingarstefna 2026
Stjórn lífeyrissjóðsins mótar fjárfestingarstefnu og ávaxtar fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Sjóðurinn rekur samtryggingardeild og séreignardeild sem skiptist í þrjár leiðir og inniheldur hver leið sjálfstæða fjárfestingarstefnu.
Samtryggingardeild
Sögulega séð hefur sjóðurinn verið varkár í fjárfestingum og sést það einna best á því að hann hefur aldrei þurft að skerða greiðslur til sjóðfélaga. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 20 ár er um 4,2% sem er ein besta langtímaávöxtun lífeyrissjóðs innan lífeyrissjóðakerfisins. Það má því segja að sjóðnum hafi tekist mjög vel til við eitt af meginviðfangsefnum sínum sem er að finna rétta jafnvægið milli ávöxtunar og áhættu þegar kemur að fjárfestingum.
Fjárfestingarstefna samtryggingardeildar sjóðsins fyrir árið 2026 er dregin saman í eftirfarandi töflu.
Séreignardeild
Heimilt er að greiða allt að 6% iðgjald til séreignar í lífeyrissjóð af öllum launum og reiknuðu endurgjaldi. Skiptist hlutfallið þannig að launþegi getur greitt allt að 4% en launagreiðandi greiðir 2%. Einnig er heimilt að greiða tilgreinda séreign í séreignardeildina.
Hægt er að velja milli þriggja leiða í séreignardeild sjóðsins.
Ráðstöfun fjármuna og eignasamsetning
Söfnunarleið I
Söfnunarleið I fjárfestir í innlánum, skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríki og sértryggðum skuldabréfum lánastofnana. Í skuldabréfasafni er horft til skuldabréfa og víxla með stuttan og meðallangan líftíma til að lágmarka sveiflur í ávöxtun. Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutdeildarskírteinum sem takmarkast við skammtímasjóði.
Hér að neðan má sjá markmið um eignasamsetningu og vikmörk.

Söfnunarleið II
Stefnt er að því að hlutfall skuldabréfa sé á bilinu 60%-80% og hlutabréfa 20%-40% af safninu þar sem vægi erlendra hlutabréfa er meira en innlendra hlutabréfa.
Hér að neðan má sjá markmið um eignasamsetningu og vikmörk.
Söfnunarleið III
Hlutfall hlutabréfa og erlendra eigna er hæst í Söfnunarleið III af þeim leiðum sem í boði eru.
Hér að neðan má sjá markmið um eignasamsetningu og vikmörk.
*Fjárfestingarstefnu sjóðsins í heild má nálgast hér