Fjögur + átta prósent

Öllum launþegum og sjálfstætt starfandi fólki á aldrinum 16 til 70 ára ber skylda til að greiða 4% af launum til lífeyrissjóðs. Samhliða ber vinnuveitanda að greiða að lágmarki 8% með framlagi launþega. Við það myndast 12% greiðsla til lífeyrissjóðs í samræmi við heildarlaunatekjur.
Sjá nánar lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129 frá 1997.

Lágmarksframlag launagreiðanda vegna skyldutryggingar er 8% og 2% vegna séreignar ef launamaður greiðir í séreign en getur verið hærra samkvæmt kjara- eða ráðningarsamningi. Enn fremur ber launagreiðanda að greiða 0,10% í endurhæfingarsjóð. Sjá nánar lög um um Atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60 frá 2012. Launagreiðandi getur þó greitt hærra mótfamlag en 8% t.d. þeir sem greiða samkvæmt SALEK samkomulaginu eða öðrum kjarasamningum.

Hámarksframlag launagreiðanda sem er undanþegið tekjuskatti er 12%. Sjá nánar lög um tekjuskatt nr. 90 frá 2003, grein 28.

Á árinu 2018 greiddu 13.479 einstaklingar iðgjöld til sjóðsins, alls um 4.277 millj.kr. Þá greiddu 2.302 launagreiðendur iðgjöld fyrir starfsmenn sína á árinu. Virkir sjóðfélagar voru 6.564.