Ábending um misferli

SL lífeyrissjóður leggur áherslu á vandað verklag og gott siðferði. Í því skyni hefur verið settur upp hnappur sem ætlaður er bæði starfsmönnum sem og öðrum er hafa ábendingar um misferli innan sjóðsins. Dæmi um misferli getur verið að ekki sé að fullu starfað í samræmi við lög og reglur, verklagsreglur og almennt siðferði.

Ábendingin getur verið nafnlaus með öllu og eru þá reitirnir nafn, netfang og sími skildir eftir auðir.

Ábendingar

Rusl-vörn


Hvað gerist eftir að ábending er send?

Þegar send er inn ábending berst hún til þess sem Endurskoðunarnefnd sjóðsins hefur tilnefnt til starfans. Allar ábendingar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og við tryggjum að einungis ábendingaraðili hafi aðgang að innsendum ábendingum. Ef sendandi fyllir út síma eða tölvupóst verður hann upplýstur um framvindu málsins.