Grunnur að þinni lífsleið

Eftirlaunalífeyrir leggur grunn að þinni lífsleið svo þú megir uppskera og njóta lífsins eftir starfslok. Almennur réttur til eftirlauna hefst við 67 ára aldur og með aðild að SL lífeyrissjóði ávinnur þú þér rétt til ævilangs lífeyris við starfslok í hlutfalli við greiðslu þína til sjóðsins. 

Eftirlaunalífeyrinn er óháður öðrum tekjum og er greiddur mánaðarlega. Hægt er að flýta töku  og byrja að þiggja ellilífeyri um 60 ára aldurinn en þá lækka greiðslur fyrir hvern mánuð sem er flýtt er um.

Í reiknivél Tryggingastofnunar er hægt að sjá hvernig þetta gæti komið út fyrir þig og fá hugmynd um hvað ellilífeyrir er hár. Á vef Tryggingastofnunar er einnig að finna upplýsingar um mögulegar skerðingar á ellilífeyri, vegna tekna sem geta áhrif á greiðslur ellilífeyris. Um leið og sótt er um lífeyri þarf að tilkynna um nýtingu persónuafsláttar og viðeigandi skattþrep.


Reikna lífeyri

Sækja um eftirlaunalífeyri

Samþykktir sjóðsins 10. gr.

Spurt og svarað

Almennur réttur til eftirlauna hefst við 67 ára aldur.

Heimilt er að hefja töku eftirlaunalífeyris við 60 ára aldur, með skerðingu. Greiðslur dreifast þá á lengri tíma og lækka mánaðargreiðslur í samræmi við það.

Heimilt er að fresta töku lífeyris til allt að 80 ára. Mánaðarleg útborgun hækkar ef þú kýst að hefja töku seinna.

Hafir þú ekki hafið töku eftirlaunalífeyris frá sjóðnum, getur þú ákveðið að hefja töku hans í 50% hlutfalli hvenær sem er eftir að 60 ára aldur.

Eftirlaunalífeyrir er greiddur mánaðarlega til æviloka í samræmi við þann rétt sem þú hefur áunnið þér hjá sjóðnum.

Nei, eftirlaunalífeyrinn er óháður öðrum tekjum og skerðir ekki ævilangan lífeyri.

Þú getur nálgast þær upplýsingar á Sjóðfélagavefnum. Hjá lífeyrisgáttinni á lifeyrismal.is geturðu fundið upplýsingar um þau lífeyrisréttindi sem þú hefur unnið þér inn á starfsævinni í samtryggingasjóði (ekki í séreign). Sömuleiðis geturðu séð yfirlit yfir alla þá lífeyrissjóði sem þú hefur greitt iðgjöld til. 

Já, hjónum og sambúðarfólki er heimilt að gera samning um skiptingu áunninna réttinda og framtíðarréttinda.

Skipting eftirlaunaréttinda skal vera gagnkvæm, þ.e. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta eftirlaunaréttindum sínum.

Heimilt er að framselja til makans allt að helmingi eftirlaunaréttindanna.