Innheimta og ábyrgð lána

Eindagi lána er sá sami og gjalddagi og greiða ber af lánum á gjalddaga. Sé það ekki gert reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

  1. Tilkynning/greiðsluseðill* er sendur greiðanda um tíu dögum fyrir gjalddaga.
  2. Ítrekun er send 5 dögum eftir gjalddaga.
  3. Lokaaðvörun er send út um 75 dögum frá gjalddaga.
  4. Hafi ekki verið greitt 90 dögum eftir gjalddaga er krafan send lögfræðingi til innheimtu. Við það bætist verulegur kostnaður við kröfuna.

*Greiðsluseðlar vegna lána eru ekki sendir út nema sérstaklega sé óskað eftir því.

Greiðsluseðill er aðgengilegur í heimabanka greiðanda undir rafræn skjöl og á sjóðfélagavefnum.

Innheimta lána er í samræmi við innheimtulög nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009.

Ábyrgð vegna lántöku

Að gefnu tilefni telur stjórn SL lífeyrissjóðs nauðsynlegt að benda á að í ákveðnum tilvikum hafa lántakendur ekki risið undir þeirri greiðslubyrði sem þeir hafa tekist á hendur. Afleiðingarnar geta verið þær að fasteignir sem veðsettar hafa verið vegna lánanna eru seldar á nauðungaruppboði.

Lánareglur Gjaldskrá vegna lána