Horft til framtíðar

Með því að greiða lögbundin iðgjöld í lífeyrissjóð ertu ekki einungis að tryggja þér rétt til ævilangs lífeyris heldur einng að tryggja afkomu fjölskyldu þinnar að einhverju leyti ef þú fellur frá.

Makalífeyrir við andlát

Makalífeyrir greiðist til maka við andlát og upphæð makalífeyris fer eftir þeim réttindum sem sjóðfélagi hafði áunnið sér fyrir andlátið. Maki telst sá eða sú sem við andlát var í hjúskap eða óvígðri sambúð með sjóðfélaga í a.m.k. tvö ár.  Réttur til makalífeyris fellur niður, ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til nýrrar sambúðar.

Stofnist réttur til makalífeyris greiðist fullur makalífeyrir að lágmarki í 48 mánuði og 50% makalífeyrir í 36 mánuði til viðbótar. Makalífeyrisréttindi eru hverju sinni 50% af elli- eða örorkulífeyrisréttindum sjóðfélagans, hvort sem gefur hærri rétt við fráfall.

Barnalífeyrir er greiddur með börnum sjóðfélaga sem hann hefur haft á framfæri, fram að 19 ára aldri.

 

Sækja um makalífeyri

Samþykktir sjóðsins 12. gr.

Hvað er lífeyrissparnaður?

Skattlagning lífeyris

Spurt og svarað

Maki telst sá sem við andlát var:

  • í hjúskap með þeim látna.
  • í staðfestri samvist með þeim látna.
  • í óvígðri sambúð með þeim látna.

Fjárfélagi maka og þess látna má ekki hafa verið slitið fyrir andlátið.

Makalífeyrir er greiddur ævilangt út á réttindi sem eru tilkomin fyrir 1. janúar 2006.

Réttindi sem eru tilkomin eftir 1. janúar 2006 eru greidd út að lágmarki í 48 mánuði ásamt 50% í 36 mánuði.

Auk áunninna réttinda kann maki að eiga rétt á framreikningi. Framreikningsreglur eru þær sömu og í örorkulífeyri. Ef réttur er til framreiknings myndast einnig réttur til barnalífeyris.

Barnalífeyrir er greiddur fram að 19 ára aldri.

Upphæð makalífeyris fer eftir þeim réttindum sem sjóðfélagi hafði áunnið sér fyrir andlátið, auk þeirra réttinda sem hann hefði áunnið sér hjá sjóðnum ef hann hefði greitt til 65 ára aldurs.

Sjóðfélagi skal hafa greitt til lífeyrissjóðs a.m.k. 24 mánuði á undanförnum 36 mánuðum fyrir andlátið til þess að réttur til framreiknings geti myndast.

Makalífeyrir er einnig greiddur ef sjóðfélaginn naut eftirlauna- eða örorkulífeyris við andlátið.

Makalífeyrir fellur niður ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar eða staðfestrar samvistar.