Lánabreytingar

Vinsamlega athugið að öllum breytingum á lánum þarf að þinglýsa og í sumum tilfellum þarf samþykki síðari veðhafa og ef til vill þarf að framkvæma greiðslumat

Veðflutningur

Við kaup og sölu eigna er hægt að flytja lán á milli eigna.

Eftirfarandi gögn þurfa að berast sjóðnum við veðflutning:

  • Umsókn um veðflutning á láni.
  • Síðustu kvittun/kvittanir áhvílandi lána.
  • Veðbókarvottorð (sjóðurinn getur útvegað veðbókarvottorð).
  • Kaupsamningur.

Vaxtatafla lána Verðtryggð lán

Skuldaraskipti

Við kaup og sölu eigna er hægt að láta áhvílandi lán fylgja eigninni ef kaupandi er sjóðsfélagi og hafi lánsrétt hjá sjóðnum, þarf þá að nafnabreyta láninu.

Gögn sem þurfa að fylgja eru:

Skilmálabreyting

Umsókn um breytingu á skilmálum lífeyrissjóðsláns, getur verið eftirfarandi.

  • Beiðni um að lengja/stytta lánstíma.
  • Breyta breytilegum vöxtum í fasta vexti.
  • Fjölga/fækka gjalddögum á ári.
  • Breyta tegund láns (úr jafngreiðsluláni í jafnar afborganir og öfugt).
  • Við skilmálabreytingu lána gæti þurft að greiðslumeta lántaka.