Viltu gerast sjóðfélagi?

Viltu gerast sjóðfélagi? Það er einfalt að gerast sjóðfélagi hjá SL lífeyrissjóði. Þú einfaldlega byrjar að greiða í sjóðinn. Sjóðnum þarf síðan að berast skilagrein með greiðslunni og við það myndast réttindi þín hjá sjóðnum. Viljir þú sjá hvaða réttindi þú hefur áunnið þér geturðu skráð þig inn á sjóðfélagavef SL með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

SL lífeyrissjóður er sjálfstæður lífeyrissjóður sem er opinn öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign og starfar ekki í tengslum við stéttarfélög.

Starfsemi SL lífeyrissjóðs skiptist í þrjár deildir; samtryggingardeild, tilgreinda séreignardeild og séreignardeild. Með aðild að sjóðnum ávinnur þú þér rétt til ævilangs lífeyris við starfslok í hlutfalli við greiðslu þína til sjóðsins ásamt réttar til örorku- maka og barnalífeyris.

Besta langtímaávöxtun sameignarsjóðs

SL lífeyrissjóður hefur náð einstökum árangri í langtímaávöxtun sameignarsjóðs og fékk verðlaun árið 2018 fyrir hæstu ávöxtun á 20 ára tímabili* (*Samkvæmt úttekt Verdicta).

Hagstæð húsnæðislán

SL lífeyrissjóður býður upp á hagstæð húsnæðislán með allt að 75% veðhlutfalli og er þannig í fremstu röð lífeyrissjóða.

ISO 27001

SL lífeyrissjóður hlaut ISO 27001 staðalinn fyrstur íslenskra lífeyrissjóða. ISO 27001 staðall snýr að upplýsingaöryggi.