Góður undirbúningur sparar tíma

Í mörg horn er að líta þegar sótt er um húsnæðislán. Gott er að huga vel að undirbúningi og gæta þess að öll nauðsynleg gögn fylgi lánsumsókninni. Í greiðslumati hjóna/sambúðarfólks þarf að skila inn gögnum beggja aðila.

Gögn sem þurfa að fylgja lánsumsókn eftir því sem við á

 • Útfyllt lánsumsókn
 • Fasteigna- og brunabótamat frá fasteignamati ríkisins (sjóðurinn getur útvegað gögnin).
 • Nýtt þinglýsingavottorð hjá viðkomandi sýslumannsembættum (sjóðurinn getur útvegað gögnin).
 • Afriti af síðasta greiðsluseðli lána sem hvíla á eigninni sem á að veðsetja.
 • Fokheldisvottorð og vottorð af smíðatryggingu ef við á.
 • Kaupsamningur/ samþykkt kauptilboð ef við á.

Greiðslumat

Um lánshæfismat og greiðslumat er vísað til laga um fasteignalán til neytenda, lög nr. 118/2016 VI. Kafli 

Í greiðslumati hjóna/sambúðarfólks þarf að skila inn gögnum beggja aðila.

 • Umsóknareyðublað, útfyllt og undirritað.
 • Staðfest afrit af síðasta skattframtali.
 • Launþegar skila launaseðlum síðustu þriggja mánaða.
 • Sjálfstæðir atvinnurekendur og verktakar skila staðgreiðsluyfirliti frá RSK ásamt launaseðlum síðustu þriggja mánaða.
 • Staðfesting á öðrum tekjum, t.d. leigutekjum samkvæmt húsaleigusamningi, greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði, framfærslulán frá LÍN sem og föstum bótagreiðslum, ef við á.
 • Staðfesting á eftirstöðvum og greiðslubyrði allra skammtíma- og langtímaskuldbindinga, s.s fasteignalána, LÍN, raðgreiðslusamninga, bílalána sem og annarra skammtímaskulda.
 • Staðfestingu á föstum greiðslum, s.s. vegna meðlags- og lífeyrisgreiðslna.
 • Veðbókarvottorð fasteigna í eigu lántaka.
 • Upplýsingum um ábyrgðarskuldbindingar.
 • Afriti af undirrituðu kauptilboði/kaupsamningi, bæði vegna sölu á fasteign og/eða fasteignakaupa, eftir því sem við á.
 • Ef um skilnað er að ræða þarf fjárskipta- og skilnaðarsamning staðfestan af sýslumanni.
 • Öðrum gögnum sem varpað geta ljósi á fjárhagsstöðu lántaka.
 • Öðrum gögnum sem sjóðurinn kann að óska eftir.

Vakin er athygli á eftirfarandi samantekt Neytendastofu um neytendaupplýsingar sem tengjast lántöku. Neytendaupplýsingar Neytendastofu(pdf)

Ferli umsókna

Þegar tilteknum gögnum hefur verið skilað til sjóðsins er ferli lánsumsókna svohljóðandi.

 • Að uppfylltum skilyrðum samþykkir sjóðurinn lánið og tilkynnir lántaka niðurstöðuna.
 • Landsbankinn afhendir skuldabréf sjóðsins til lántaka. Sjóðurinn hefur samband við lántaka þegar nálgast má skuldabréfið. Hægt er að sækja skuldabréfið í öll útibú Landsbankans.
 • Lántaki og eða fasteignasali þegar um kaup á eign er að ræða sér um að þinglýsa skuldabréfinu og kemur því í afgreiðslu bankans að því loknu.
 • Lánsfjárhæð er lögð inn á reikning lántaka að frádregnum lántökukostnaði við lántöku nema um annað sé getið, t.d. uppgreiðslu áhvílandi lána.

Viðbótarupplýsingar

SL lífeyrissjóður útvegar lánshæfismat frá Creditinfo.

Sjóðnum er heimilt að hafna umsókn um lán eða takmarka lánsfjárhæð þegar ekki er sýnt fram á fullnægjandi greiðslugetu að mati sjóðsins.

Sjóðurinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Lánsveð eru ekki tekin gild.

Lánareiknir Lánareglur