Hefur þú orðið fyrir orkutapi?

Örorkulífeyrir tryggir afkomu þína verðir þú fyrir orkutapi. Þú nýtur réttar til örorkulífeyris ef starfsgeta þín skerðist vegna sjúkdóms eða slyss. Skilyrði fyrir að lífeyrissjóður út greiði slíkan lífeyri eru að orkutapið sé meira en 50% að mati trúnaðarlæknis, það vari í sex mánuði eða lengur og valdi tekjuskerðingu.

Örorkan miðast við skerta getu til að gegna því starfi sem veitti þér aðild að sjóðnum og að þú hafir greitt iðgjöld í a.m.k. 24 mánuði til einhvers af samkomulagssjóðunum. Örorkulífeyri er ætlað að bæta upp tekjutap hafi það orðið en hann er ekki viðbót við aðrar tekjur. Í mörg á hafa íslenskir lífeyrissjóðir haft með sér samkomulag um að veita hver öðrum upplýsingar um iðgjöld til framreiknings á réttindum, til að koma í veg fyrir að þau tapist. Fyrir t.d. örorkulífeyrisþega þýðir þetta að það skiptir ekki máli í hvaða lífeyrissjóð hann hefur greitt, hann heldur réttindum sínum og örorkulífeyrisgreiðslum þrátt fyrir að hann færi sig á milli lífeyrissjóða. Allir samtryggingasjóðir (skylduiðgjald) eiga aðild að þessum samkomulagi.


Sækja um örorkulífeyri / umsókn

Sækja um örorkulífeyri / læknisvottorð

Samþykktir sjóðsins 11. gr.

Barnalífeyrir Makalífeyrir

Spurt og svarað

Réttur til örorkulífeyris miðast við að orkutap sé a.m.k. 50% vegna sjúkdóms eða slyss að mati trúnaðarlæknis, vari í 6 mánuði eða lengur og að þú hafir orðið fyrir tekjuskerðingu.

Örorkan miðast við skerðingu þína til að gegna starfi sem aðild þín að sjóðnum er tengd ásamt því að þú hafi greitt iðgjöld til einhvers af samkomulagssjóðum í að a.m.k. 24 mánuði.

Örorkulífeyri er ætlað að bæta upp tekjutap hafi það orðið en ekki að vera viðbót við aðrar tekjur.

Áunninn réttindi, eins og þau eru við orkutapið.

Framreiknuðum rétti er ætlað að meta framtíðartekjutap. Til að eiga kröfu til þess réttar þarft þú að hafa greitt ákveðið lágmarksiðgjald til sjóðsins í a.m.k. þrjú af síðustu fjórum árum og þar af 6 af síðustu 12 mánuðum. Ýmis önnur skilyrði eru fyrir rétti til framreiknings, sbr. samþykktir sjóðsins.

Til að eiga rétt á örorkulífeyri þarf sjóðfélagi að hafa orðið fyrir orkutapi, sem nemur 50% eða meira og orkutap þarf að hafa varað lengur en 6 mánuði.

Samanlagður örorku- og barnalífeyrir skal aldrei vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi sem sjóðfélagi hefur sannanlega orðið fyrir sökum örorkunnar.

Við mat á tekjumissi skal leggja til grundvallar meðaltal tekna sjóðfélaga síðustu 4 almanaksár fyrir orkutapið.

Hægt er að setja það sem skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris að sjóðfélagi fari í endurhæfingu sem bætt gæti heilsufar hans.

Umsækjandi fyllir út umsókn. Áríðandi er að eyðublöðin séu skilmerkilega útfyllt til að tefja ekki fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Fylgigögn sem umsækjandi þarf að útvega:

  1. Læknisvottorð (ítarlegt). Hægt er að fá eyðublað fyrir læknisvottorð ef óskað er.
  2. Tekjuútskrift úr skattaframtölum 4 ár fyrir orkutap til dagsins í dag, staðfest af viðkomandi skattstofu.
  3. Ef umsækjandi á börn undir 19 ára aldri sem ekki búa hjá honum þarf fæðingarvottorð (Þjóðskrá Íslands) eða afrit af meðlagsúrskurði (Sýslumaður).