Söguleg ávöxtun

Tekin saman gögn upp úr ársreikningum 18 stærstu lífeyrissjóða landsins, í árslok 2015 voru eignir þeirra rúm 96% af heildar eignum lífeyrissjóðanna.

Samanburður lífeyrissjóða 2015

Samanburður lífeyrissjóða 2014

Samanburður lífeyrissjóða 2013

Skuld- og skilmálabreytingar fyrirtækjabréfa

Reglur þessar eru settar í samræmi við 3. gr. laga nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og skulu gilda til jafnlengdar því ákvæði laganna.

Reglurnar eiga við lögmætar kröfur SL lífeyrissjóðs (sjóðurinn), þ.e. kröfur sem njóta réttarverndar að íslenskum eða alþjóðlega viðurkenndum lögum. Telji skuldari kröfu sjóðsins ólögmæta eða óréttmæta skal hann gera sjóðnum, með vel rökstuddum hætti, grein fyrir ástæðum þess að hann telji kröfu sjóðsins óréttmæta. Sé niðurstaða sjóðsins að krafan sé óréttmæt eða ólögmæt skal fella kröfuna niður að því leyti sem við á.

Sjá alla breytingarnar