Einfalt og öruggt

SL lífeyrissjóður kappkostar að gera greiðslu iðgjalda sem þægilegasta fyrir launagreiðendur. Við bjóðum upp á að skila iðgjöldum rafrænt í gegnum heimasíðu okkar.

SL lífeyrissjóður innheimtir öll iðgjöld sem hafa af einhverjum ástæðum ekki verið greidd á réttum tíma og skilað á til sjóðsins. Gjalddagi skilagreina er 10. dagur næsta mánaðar á eftir launamánuði og er eindagi 20 dögum síðar. Innheimtan hefst með innheimtu sjóðsins sjálfs. Um er að ræða innheimtu sem hefst með hefðbundnum innheimtuaðgerðum. Sé þá ekki greitt eru mál send lögmanni til innheimtu. Þessi innheimta byggir á reglulegum skilum launagreiðanda, skilagreinum eða upplýsingum frá sjóðfélögum, t.a.m. eftir útsendingu yfirlita eða með öðrum hætti. Ferillinn fyrir innheimtu er eftirfarandi:

 1. Upplýsingar um vanskil berast sjóðnum.
 2. Sjóðurinn skoðar vanskilin og kannar hvort grundvöllur er fyrir innheimtu.
 3. Sjóðurinn sendir tilkynningu um innheimtu.
 4. Hafi greiðsla ekki borist er ítrekun send út um mánuði síðar.
 5. Lokaviðvörun er send um tveimur mánuðum frá upphafi innheimtu.
 6. Um þremur mánuðum síðar er mál afhent til framhaldsinnheimtu á lögmannsstofu. Við það bætist verulegur kostnaður.

Innheimta skv. 6. gr. laga um starfsemi lífeyrissjóða (eftirlit Ríkisskattstjóra)

Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 hefur SL lífeyrissjóður fengið það hlutverk að innheimta iðgjöld þeirra sem ekkert greiða til lífeyrissjóðs né tilgreina hann í skattframtali. Grundvöllur innheimtunnar byggist á samkeyrslu gagna frá lífeyrissjóðum og skattyfirvöldum. Samkeyrslan er framkvæmd hjá Ríkisskattstjóra sem hefur tiltekið eftirlitshlutverk. Þannig eiga allir launþegar að tryggja sér traust lífeyrisréttindi í samræmi við heildarlaunatekjur sínar til eftirlauna-, öroku-, maka- og barnalífeyris. Innheimtuferill þessara krafna er eftirfarandi:

 1. Skrár sendar Ríkisskattstjóra (allir lífeyrissjóðir) seinni hluta sumars.
 2. Ríkisskattstjóri keyrir saman upplýsingar um tekjur (laun og reiknað endurgjald) launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga við iðgjaldaskil til lífeyrissjóða.
 3. Í lok september ár hvert er lífeyrissjóðunum sendar upplýsingar um vangreidd iðgjöld.
 4. SL lífeyrissjóður hefur innheimtu þeirra iðgjalda sem beint er til hans að innheimta eins fljótt og kostur er.
 5. Sjóðurinn sendir út greiðsluseðla.
 6. Um einum mánuði síðar er sent út ítrekunarbréf.
 7. Lokaaðvörun er send út um tveimur mánuðum frá upphafi innheimtunnar.
 8. Um þremur mánuðum síðar er mál afhent til framhaldsinnheimtu.
 9. Að lokum eru mál send til lögmannsstofu en við það bætist verulegur kostnaður.
 10. Um þessa innheimtu gilda tilteknar reglur og má nefna 6.gr.l.129/1997 og reglugerð frá fjármálaráðuneytinu nr. 391/1998 og síðari breytingum á henni.

Skilagreinar

Með því að skila iðgjöldum rafrænt í gegnum heimasíðu okkar sparast dýrmætur tími. Ef þig vantar frekari upplýsingar aðstoðum við þig í síma 510 7400 eða á tölvupóstfang sl [hjá] sl.is

Skilagrein

Rafræn skil