Hvað er séreignarsparnaður?

Séreignarsparnaður er sparnaður sem þú átt kost á að greiða í til viðbótar við lögbundinn lífeyrissparnað og er þín persónulega eign. Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum í séreignarsjóð og fá þá að jafnaði 2% í mótframlag frá launagreiðanda. 

Séreignasparnaður, eða viðbótarsparnaður  er eitt hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á þar sem iðgjöldin eru undanskilin staðgreiðsluskatti og ávöxtunin undanskilin fjármagnstekjuskatti. Séreignarsparnaður getur nýst bæði til kaupa á fyrstu fasteign eða til að auka við ráðstöfunartekjur eftir 60 ára aldurinn.

Tilgreind séreign

Nýrri tegund séreignar, tilgreind séreign er aðgreind frá frjálsum séreignarsparnaði og bundin í kjarasamningum ASÍ og SA á almennum vinnumarkaði. Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði hækkaði upp í 3,5% þannig að heildariðgjaldið nemur 15.5% í stað 12% annars. 

Sjóðfélagar hafa val um að setja þetta aukna framlag vinnuveitenda að hluta eða alveg í tilgreinda séreign, eða láta iðgjaldið renna í samtryggingu fyrir aukin réttindi. Tilgreind séreign er ekki hefðbundin frjáls séreign og lýtur aðeins öðrum lögmálum, en verða sjóðfélagar að taka sjálfir ákvörðun um fara þessa leið. Sjóðfélagar geta þá að auki valið um að fara hefðbundna séreignarleið.

Reikna sparnað Sækja um séreignarsparnað

Hvernig ávöxtum við séreignina þína?

Þrjár leiðir að séreignarsparnaði

Séreignarsparnaður - Spurt og svarað

Þú hefur val um að auka lífeyrissparnað þinn með allt að 4% skattfrjálsu viðbótarframlagi og fylgir því þá allt að 4% framlag frá vinnuveitanda og eru þau viðbótarprósent skattfrjáls.

Viðbótarsparnaður er þín séreign - þín bankabók. Hann er frádráttarbær frá skattstofni en lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og aðrar vinnutekjur.

Í boði eru þrjár söfnunarleiðir þar sem séreignarsparnaður er ávaxtaður með mismunandi áherslum; Söfnunarleið I sem er með lágmarkssveiflum í ávöxtun, Söfnunarleið II sem er með minni sveiflum í ávöxtun og Söfnunarleið III sem er með meiri sveiflum í ávöxtun. Lesa meira

Já, hægt er að nýta séreignarsparnaðinn við kaup á fyrstu íbúð, en einnig til að greiða inn á fasteignalán.

Þú getur hafið töku séreignarsparnaðar við 60 ára aldur og hefur val um að taka hann út í einu lagi eða dreifa greiðslunum.

Séreignarsparnaður er frádráttarbær frá skattstofni en lífeyrisgreiðslur eru skattlagaðar eins og hverjar aðrar vinnutekjur.

Já, hann erfist að fullu til eftirlifandi maka og barna.