Þín persónulega eign

Viðbótarsparnaður er sparnaður sem þú átt kost á að greiða í til viðbótar við lögbundinn lífeyrissparnað. Hann myndar persónulega eign, þína séreign og er mikil kjarabót. Viðbótarsparnaður er eitt hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á þar sem iðgjöldin eru undanskilin staðgreiðsluskatti og ávöxtunin undanskilin fjármagnstekjuskatti. Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum í séreignarsjóð og fá þá að jafnaði 2% í mótframlag frá launagreiðanda.

Reikna sparnað Sækja um séreignarsparnað

Viðbótarsparnaður - Spurt og svarað

Þú hefur val um að auka lífeyrissparnað þinn með allt að 4% skattfrjálsu viðbótarframlagi og fylgir því þá allt að 4% framlag frá vinnuveitanda og eru þau viðbótarprósent skattfrjáls.

Viðbótarsparnaður er þín séreign - þín bankabók. Hann er frádráttarbær frá skattstofni en lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og aðrar vinnutekjur.

Já, hægt er að nýta viðbótarsparnaðinn við kaup á fyrstu íbúð, en einnig til að greiða inn á fasteignalán.

Þú getur hafið töku viðbótarsparnaðar við 60 ára aldur og hefur val um að taka hann út í einu lagi eða dreifa greiðslunum.

Viðbótarsparnaður er frádráttarbær frá skattstofni en lífeyrisgreiðslur eru skattlagaðar eins og hverjar aðrar vinnutekjur.

Já, hann erfist að fullu til eftirlifandi maka og barna.

Tilgreind séreign - Spurt og svarað

Tilgreind séreign er tegund séreignarsparnaðar sem eykur sveigjanleika við starfslok. Tilgreind séreign greiðist með samtryggingu en hægt er að ráðstafa allt að 3,5% af iðgjaldi umfram 12% í tilgreinda séreign.

Tilgreind séreign er þín persónulega eign sem er jafnframt að fullu erfanleg.

Kjósir þú að ráðstafa umframiðgjaldi í tilgreinda séreign dregst sá hluti frá iðgjaldi til samtryggingar. Eign þín í samtryggingu verður þar af leiðandi minni sem því nemur.

Sé sjóðnum ekki sérstaklega tilkynnt um annað renna iðgjöld sem gætu farið í tilgreinda séreign í samtryggingardeild. Viljir þú ráðstafa iðgjaldi umfram 12% í tilgreinda séreign þarftu að fylla út Umsókn um tilgreinda séreign.

Tilgreinda séreign má byrja að taka út við 62 ára aldur.

Já, hún erfist til eftirlifandi maka og barna líkt og annar séreignarsparnaður.

Iðgjöld séreignarsparnaðar eru undanskilin staðgreiðsluskatti og ávöxtun er undanskilin fjármagnstekjuskatti. Við útgreiðslu þarf að greiða hefðbundinn tekjuskatt.