Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán

Sjóðfélögum sem greiða í séreignarsjóð stendur til boða að ráðstafa greiðslum sínum skattfrjálst beint inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Þessi heimild nær ekki til tilgreindrar séreignar en hana er ekki hægt að nýta til greiðslu inn á lán. Hver umsækjandi verður að skila inn umsókn fyrir sig, hvort sem hann er einhleypur, í hjúskap eða uppfyllir skilyrði til samsköttunar. Umsókn skal fylla út á leidretting.is

Heimildin þessi gildir til 30. júní 2023.

Stuðningur til kaupa á fyrstu fasteign

Frá 1. júlí 2017 stendur þeim einstaklingum sem kaupa/byggja sér sitt fyrsta íbúðarhúsnæði til boða að nýta þegar greidd iðgjöld í séreignarlífeyrissjóð til kaupanna sem og greiða mánaðarleg iðgjöld inn á lán sem tryggð eru með veði í húsnæðinu. Heimilt er að nýta séreign greidda frá 1. júlí 2014 til kaupdags húsnæðis að uppfylltum öllum skilyrðum.

Heimildin þessi gildir til 30. júní 2023.

Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlegast hafið samband við Ríkisskattstjóra eða skrifstofu sjóðsins.

 

Um viðbótarlífeyrissparnað