Óskert réttindi í 20 ár

SL lífeyrissjóður hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisréttindi.

Innlend skuldabréfaeign nam um 100,9 ma.kr. í árslok 2021 eða um 42,4% af heildareignum sjóðsins. Stærsti hluti skuldabréfasafnsins er með beina eða óbeina ábyrgð ríkissjóðs. Hlutabréfaeign sjóðsins í innlendum skráðum bréfum nam 22,8 ma.kr. í árslok 2021 eða um 9,6% af heildareignum sjóðsins. Erlend verðbréfaeign sjóðsins nam 102,4 ma.kr. í árslok 2021 eða um 43,0% af heildareignum. Erlenda eignin skiptist þannig að 77,1 ma.kr. eru fjárfestir í verðbréfasjóðum sem fjárfesta í skráðum hlutabréfum og 25,3 ma.kr. eru fjárfestir í framtakssjóðum sem fjárfesta í óskráðum hlutabréfum.

Nánar um eignasafn sjóðsins, Ársskýrsla 2021