SL lífeyrissjóður fyrir þig

SL lífeyrissjóður er opinn öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum og er algjörlega óháður bönkum eða stéttarfélögum. Þá er næsta spurning hvort að þú sem launþegi hafir val um lífeyrissjóð, en það fer eftir hvaða starfssviði þú vinnur á og/eða hvort og hvaða kjarasamningi þú ert á. Ef ráðningarsamningurinn þinn er ekki byggður á kjarasamningi, þá er SL lífeyrissjóður fyrir þig.

Gerast sjóðfélagi hjá SL

Séreignarsparnaður fyrir umfram tekjur eða kaup á fyrstu íbúð

Þú getur líka valið um að greiða í séreignarsparnað eða viðbótarsparnað, en upprunalegur tilgangur þess var að auka við tekjur fólks eftir að eftirlaunaaldri er náð. Í dag er líka hægt að sækja um nýta séreignarsparnaðinn sinn við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða inn á fasteignalán.  

Séreignarsparnaður er valfrjáls, til viðbótar við lögbundinn lífeyrissparnað og þín persónulega eign. Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum í séreignarsjóð og fá þá að jafnaði 2% í mótframlag frá launagreiðanda. 

Til hvers borga ég í lífeyrissjóð?

Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja öllu vinnandi fólki (sjóðfélögum) lífeyri eftir starfslok til æviloka. Öllu vinnandi fólki í landinu, frá sextán ára til sjötugs er þannig skylt að greiða í lífeyrissjóð sem er sameiginlegur sjóður okkar allra og skapar grunn að fjárhagslegu öryggi á efri árum. 

Sem launþegi greiðir þú 4% af mánaðarlaunum þínum til þíns lífeyrissjóðs og vinnuveitandinn þinn greiðir mótframlag í sama lífeyrissjóð, sem á að vera 8% eða alls 12% af heildarlaunum. 

Með því að borga í lífeyrissjóð safnarðu réttindum til að fá ævilangan lífeyri við starfslok, en þú ert líka að tryggja þig og fjölskyldu ef til áfalls skyldi koma sem veldur tekjutapi eða örorku. Þá safnast líka upp réttindi fyrir maka þinn og börn sem tryggir þeim greiðslur ef þú fellur frá. 

Af hverju velja SL lífeyrissjóð?

  • SL lífeyrissjóður mældist með bestu langtímaávöxtun íslenskra lífeyrissjóða yfir 20 ára tímabil (Sameignardeild - úttekt Verdicta 2018).
  • SL lífeyrissjóður vinnur eftir varfærinni fjárfestingarstefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar og hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga.
  • SL lífeyrissjóður er opinn öllum launþegum og sjálfstætt starfandi og er óháður frá bönkum og stéttarfélögum. Ef þú getur valið þér lífeyrissjóð eða ert sjálfstætt starfandi, þá er SL lífeyrissjóður fyrir þig.

Gerast sjóðfélagiHafa samband við SL