Skipting ellilífeyrisréttinda á milli hjóna

Hjónum og sambúðarfólki er heimilt að skipta ellilífeyrisréttindum sínum.

Skipting eftirlaunaréttinda tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist.

Skipting eftirlaunaréttinda skal vera gagnkvæm, þ.e. báðir aðilar skulu veita hinu sama hlutfall lífeyrisréttinda sinna. Heimilt er að framselja til makans allt að helming eftirlaunaréttinda.

Skiptingin tekur aðeins til áunninna réttinda meðan hjúskapur, óvígð sambúð eða staðfest samvist hefur staðið eða mun standa.

Skipting eftirlaunaréttinda getur verið með eftirfarandi hætti:

  • Að skipta samtímagreiðslu eftirlaunalífeyris, þ.e. þeim greiðslum sem nú fara í lífeyrissjóð.
  • Að skipta áunnum eftirlaunaréttindum.
  • Að skipta eftirlaunaréttindum sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert.

Skiptingin getur því varðað eftirlaunaréttindi í nútíð, fortíð og framtíð.

Umsókn um skiptingu eftirlaunaréttinda

Réttindi í mörgum sjóðum

Margir eiga lífeyrisréttindi í fleiri en einum sjóði. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að réttindi þín glatist og finna má yfirlit yfir eign þína í samtryggingadeildum mismunandi lífeyrissjóða á lífeyrisgattin.is.

Flestir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samkomulagi sem kveður á um að sjóðirnir veiti upplýsingar um iðgjöld hver hjá öðrum til að koma í veg fyrir tap á réttindum, sérstaklega varðandi framreikning réttinda.

Nýliðar á vinnumarkaði Skattlagning iðgjalda