Verðtryggð lán
- 3,95% fastir vextir eða 3,55% breytilegir vextir
- Að jafnaði hægari eignamyndun en lægri greiðslubyrði
- Greiðslubyrði fylgir þróun verðlags
Höfuðstóll verðtryggðs láns er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar og þarf því að verðbæta höfuðstólinn áður en reglulegar afborganir og vextir eru reiknuð út.
Verðtryggð lán eru ýmist með föstum eða breytilegum vöxtum. Hægt er að velja um lán með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum (annuitet). Hámarks veðhlutfall á verðtryggðum lánum er 65% af kauptilboði og fasteignamati. Hægt er að bæta við óverðtryggðu láni þannig að veðhlutfall fari í allt að 75%.
Núverandi vexti má sjá í vaxtatöflu sjóðsins.