Söfnunarleið I

Nánar um lán
  • Lágmarkssveiflur í ávöxtun
  • Þessi leið hentar einkum þeim sem hafa þegar hafið útgreiðslur eða eru að nálgast lífeyristökualdur. Takmörkuð áhætta leiðarinnar næst með samsetningu skuldabréfa og innlána.

Lykilupplýsingar

Söfnunarleið I fjárfestir í innlánum, skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríki og lánastofnunum. Innlánum deildarinnar er dreift á a.m.k. þrjár innlánsstofnanir til að takmarka mótaðilaáhættu. Í skuldabréfasafni er horft til skuldabréfa og víxla með stuttan líftíma til að lágmarka sveiflur í ávöxtun. Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutdeildaskírteinum og hlutum sjóða um sameiginlega fjárfestingu en takmarkast hún við skammtímasjóði.