Viðbótarlífeyrissparnaður

Nánar um lán
  • 2-4% skattfrjálst viðbótarframlag
  • 2% mótframlag frá vinnuveitanda
  • Myndar persónulega eign
  • Erfist að fullu

Viðbótarlífeyrissparnaður eða Séreignarsparnaður er afar hagstætt sparnaðarform. Iðgjöldin eru undanskilin staðgreiðsluskatti. Ávöxtunin er undanskilin fjármagnstekjuskatti. Séreignarsjóðurinn nýtur lagaverndar gegn innheimtuaðgerðum. 2% mótframlag laungreiðanda er í raun ígildi launahækkunar. Þá nýtur séreignarsjóður lagaverndar gegn innheimtuaðgerðum. 

Launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta greitt allt að 4% af heildarlaunum sínum í séreignarsjóð áður en skattur er reiknaður á laun.

Í kjarasamningum er ákvæði um 2% mótframlag launagreiðenda í séreignasjóð launþega sem þýðir að þeir sem spara að lágmarki 2% og allt að 4% af launum fá 2% í mótframlag frá laungreiðanda.

Séreignarlífeyrir er laus til útgreiðslu þegar sjóðsfélagi hefur náð 60 ára aldri. Sjóðsfélaginn ræður þá sjálfur hvernig sparnaðurinn er greiddur út, í einu lagi eða dreift yfir lengri tíma.

Viðbótarlífeyrissparnaður / séreign erfist að fullu eftir reglum erfðalaga við fráfall sjóðsfélaga.

Það er einfalt að byrja séreignarsparnað. Einungis þarf að fylla út samning um séreignarsparnað og senda til sjóðsins.

 

Ráðstöfun séreignarsparnaðar

Um tilgreinda séreign