Söfnunarleið III

Nánar um lán
  • Meiri sveiflur í ávöxtun
  • Leiðin hentar vel þeim sem eru að ávaxta séreignarsparnað sinn til lengri tíma og hafa tímann fyrir sér til að jafna út sveiflurnar og eiga þannig von á að uppskera góða ávöxtun.

Lykilupplýsingar

Hlutfall hlutabréfa og erlendra verðbréfa er hæst í Söfnunarleið III af þeim leiðum sem í boði eru. Stefnt er að því að helmingur safnsins sé í hlutabréfum og helmingur í skuldabréfum. Gert er ráð fyrir því að erlendar eignir geti verið allt að 30% af eignum safnsins. Markmið leiðarinnar er að skila góðri langtímaávöxtun. Söfnunarleið III mun horfa sérstaklega til erlendra hlutabréfasjóða sem leggja áherslu á umhverfis- og siðferðisleg viðmið í sínum fjárfestingum.