04. janúar 2010
Viðbótarlífeyrissparnaður
Alþingi samþykkti í desember síðastliðnum frekari opnun á viðbótarlífeyrissparnaði. Nú geta sjóðfélagar tekið samtals kr. 2.500.000 af inneign sinni í séreign. Mánaðarleg útborgun er að hámarki kr. 111.111 Heimildin miðast við inneign við gildistöku laganna, sem var 1. janúar 2010 og gildir hún til 31. mars 2011.
Þeir sem voru búnir að taka út kr. 1.000.000 áður af séreigninni sinni geta tekið kr. 1.500.000 núna til viðbótar við setningu þessara nýju laga.
Séu teknar út kr. 2.500.000 dreifast greiðslurnar á 23 mánuði.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

21.okt. 2025
Einungis lán með föstum vöxtum
SL lífeyrissjóður metur þessa dagana áhrif dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024, þar sem fjallað var um skilmála lána...
Lesa meira02.okt. 2025