19. apríl 2011

Ágrip af starfsemi árið 2010

Árið 2010 var viðburðarríkt hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Afkoma sjóðsins var þannig að samtryggingardeild skilaði 6,1% ávöxtun eða 3,4% raunávöxtun. Eignir jukust verulega milli ára en það helgast bæði af innri vexti sjóðsins sem og að á árinu 2010 sameinuðust fjórir lífeyrissjóðir sjóðnum. Þetta eru Lífeyrissjóðurinn Skjöldur, Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis banka, Lífeyrissjóður Eimskipafélags Íslands II og Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands. Sjóðirnir sameinuðust Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda miðað við eignir og tryggingafræðilega stöðu í árslok 2009. Þar með eru eignir sjóðanna hluti af uppgjöri Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda í árslok 2010. Starfsemi sjóðanna fjögurra hefur verið aflögð.

Eignir vaxa milli ára um 16,8% og eru í árslok 2010 78.526 milljónir króna. Lífeyrisgreiðslur samtryggingardeildar námu alls 1.491 millj. kr. og jukust um 50,6% milli ára. Fjöldi lífeyrisþega í árslok voru 7.198 en þeir voru 6.181 árið áður. Aukning milli ára er 16,5%. Vegna samruna sjóðanna fjögurra við Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda jókst fjöldi lífeyrisþega um 583.

Réttindi óbreytt

Staða sjóðsins batnar á milli ára og er hún neikvæð sem nemur 2,7% í stað 4,4% áður. Aldrei hefur komið til þess að skerða hafi þurft áunnin réttindi. Það mun heldur ekki gerast nú þar sem staða sjóðsins er traust.

Séreignardeild

Hrein eign séreignardeildar nam 2.260 milljónum króna og jókst eign deildarinnar um 361,5% eða um 1.771 millj. kr. Megin ástæða fyrir svo mikilli aukningu er sú að 1.656 millj. kr. af hreinni eign Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka var ráðstafað í séreign sjóðfélaga. Séreignardeild sjóðsins skiptist í tvær ávöxtunarleiðir og var hrein nafnávöxtun

Söfnunarleiðar I 8,1% og hrein raunávöxtun 5,3%. Hrein nafnávöxtun Söfnunarleiðar II var 9,8% og hrein raunávöxtun 7,0%.

Úrræði vegna sjóðfélagalána

Sjóðurinn veitir lán til sjóðfélaga. Hægt er að velja lán með 4% breytilegum vöxtum eða 4,75% föstum vöxtum. Á það skal minnt að sjóðurinn er aðili að ýmsum samkomulögum á fjármálamarkaði er tengjast skuldavanda heimilanna. Er þeir sem það þurfa hvattir til að leita til sjóðsins.

Auglýsing um afkomu 2010

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.apr. 2024

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Þann 15. apríl sl. voru yfirlit sjóðfélaga birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL sem má finnu undir þjónustuvefir.
Lesa meira
Sjá allar fréttir