27. október 2011

Vangreidd lífeyrissjóðsiðgjöld fyrir árið 2010

Send hafa verið út bréf til þeirra aðila sem samkæmt upplýsingum skattyfirvalda hafa ekki greitt lögbundin lífeyrissjóðsiðgjöld vegna launatekna ársins 2010. Innheimtan byggist á samkeyrslu gagna frá lífeyrissjóðum og skattyfirvöldum í samræmi við 6.gr. laga nr. 129/1997.

Við þá samkeyrslu kemur í ljós hverjir hafa ekki greitt til lífeyrissjóðs eins og öllum sjálfstætt starfandi mönnum og launþegum ber skylda til.

Á það skal minnt að lögum samkvæmt ber öllum að greiða 4% (launþegar) og 8% (vinnuveitandi) eða alls 12% af skattskyldum tekjum eða reiknuðu endurgjaldi til lífeyrissjóðs.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur fengið það hlutverk lögum samkvæmt að innheimta iðgjöld þeirra sem ekkert greiða til lífeyrissjóðs né tilgreina hann í skattframtali fyrir ofangreint ár.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.apr. 2024

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Þann 15. apríl sl. voru yfirlit sjóðfélaga birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL sem má finnu undir þjónustuvefir.
Lesa meira
Sjá allar fréttir