22. desember 2017
Fyrsta íbúð – ráðstöfun séreignarsparnaðar
Á vef Ríkisskattstjóra er vakin athygli á að um áramót rennur út sá tími sem þeir hafa sem keyptu sitt fyrsta íbúðarhúsnæði á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og hyggjast nýta sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánið.
Þar sem um tvenns konar úrræði er að ræða getur umsókn á leidretting.is ekki gilt. Sé ætlunin að umsóknin taki til 10 ára þarf að sækja um það úrræði fyrir 31. desember 2017 á vef Ríkisskattstjóra.
Allar frekar upplýsingar er hægt að finna á vef Ríkisskattstjóra.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

09.des. 2025
Umfjöllun um söluaðila erlendra líftrygginga á Íslandi
Í kjölfar Kveiksþáttar síðastliðinnar viku þar sem umfjöllunarefnið var sala erlendra lífeyristrygginga vill SL...
Lesa meira19.nóv. 2025
Breytingar á tekjuathugun vegna örorkulífeyris
07.nóv. 2025