21. nóvember 2018

SL lífeyrissjóður vottaður!

Starfsemi SL lífeyrissjóðs hefur nú verið vottuð samkvæmt staðlinum ISO 27001 sem er staðall er snýr fyrst og fremst að upplýsingatækni og staðlinum ISO 9001 sem er staðall er snýr að vottun gæðakerfa eða rekstrarhandbók. Eftir því sem best er vitað er SL lífeyrissjóður fyrsti íslenski lífeyrissjóðurinn sem hlýtur slíka vottun á starfsemi sinni. Vottunin byggir á margra ára uppbyggingu innra verklags sjóðsins og rekstrarhandbókar. Eignir SL lífeyrissjóðs nema nú um 164 milljörðum króna og eru sjóðfélagar um 140 þúsund. Sjóðurinn er 9. stærsti lífeyrissjóður landsins.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
02.okt. 2025

Innheimta iðgjalda vegna tekjuársins 2024

Þann 2. október hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2024. Krafan er...
Lesa meira
Sjá allar fréttir