26. janúar 2022

Ný hluthafastefna SL og stefna um ábyrgar fjárfestingar

Stjórn SL lífeyrissjóðs samþykkti á stjórnarfundi þann 19. janúar síðastliðinn, nýja hluthafastefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar fyrir árið 2022.

Hluthafastefna SL lífeyrissjóðs er leiðarljós sjóðsins í stjórnarháttum og ákvarðar meðal annars hvernig sjóðurinn beitir sér sem hluthafi í þeim hlutafélögum sem hann á eignarhlut í. Litið er til samfélagslegrar ábyrgðar, tilnefningar í stjórnir félaga og launakjör stjórnarmanna, starfskjör helstu stjórnenda, samkeppnislegra sjónarmiða og upplýsingagjafar félaga. 

SL lífeyrissjóður er langtímafjárfestir sem leitast við að ná góðri ávöxtun á fjárfestingum sínum, að teknu tilliti til áhættu, en vill jafnframt vera ábyrgur fjárfestir. Í stefnu SL lífeyrissjóðs um ábyrgar fjárfestingar eru gerðar þær kröfur að þau félög sem sjóðurinn fjárfesti í sýni ábyrgð gagnvart félagslegum og umhverfislegum þáttum sem og stjórnarháttum (UFS). Markmið er að reyna að tryggja framþróun í UFS þáttum í þeim félögum sem sjóðurinn fjárfestir og í stefnunni hefur verkferill verið mótaður til að ná því markmiði fram.

Þá mun SL lífeyrissjóður taka þátt í CIC samtökunum  (Climate Investment Coalition) sem er alþjóðlegt samstarf milli einka- og opinbera geirans með það að leiðarljósi að auka grænar fjárfestingar. Gert er ráð fyrir því að hlutfall grænna fjárfestinga í safni sjóðsins verði a.m.k. 7,5% í lok árs 2030 og að 26 milljörðum verði í veitt í verkefnið á þeim tíma.

 

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.apr. 2024

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Þann 15. apríl sl. voru yfirlit sjóðfélaga birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL sem má finnu undir þjónustuvefir.
Lesa meira
Sjá allar fréttir