17. febrúar 2022

Vextir sjóðfélagalána

Í ljósi verðbólguspár Seðlabanka Íslands til næstu tveggja ára, breytinga á vöxtum bankans sem og vaxta á verðbréfamarkaði þá var ákveðið á stjórnarfundi þann 15.02.2022 að breytilegir verðtryggðir vextir muni lækka um 0,10 prósentustig og verða 1,64% frá og með 01.04.2022.

Jafnframt var ákveðið að vextir óverðtryggðra lána verði 5,19% frá og með 16.02.2022.  Er það hækkun er nemur 0,40 prósentustigum en vextirnir voru 4,79%.  Vextir óverðtryggðra lána eru festir í tvö ár og hafa því nýju vextirnir engin áhrif á þegar útgefin eða veitt lán nema komið sé að reglulegri tveggja ára endurskoðun vaxta. Nýju vextirnir gilda hins vegar á lánveitingum óverðtryggðra lána sem tekin eru frá framangreindri dagsetningu og eru fastir til næstu tveggja ára. 

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.apr. 2024

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Þann 15. apríl sl. voru yfirlit sjóðfélaga birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL sem má finnu undir þjónustuvefir.
Lesa meira
Sjá allar fréttir