10. maí 2022

Frábært ár að baki hjá SL lífeyrissjóði

Starfsemi árið 2021

SL lífeyrissjóður stendur afar vel að vígi þegar litið til starfsemi undir lok árs 2021. Hrein eign sjóðsins í árslok 2021 stóð í tæpum 243 milljörðum króna og jukust um tæpar 34,3 milljarða á árinu 2021. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar var um 11,7% á síðasta ári (9,7% 2020) en nafnávöxtun 17,1% yfir sama tímabil (13,5% 2020).

Hlutfall lífeyris af hreinni eign var 2,5% undir lok árs 2021, sem þýðir að lífeyrisgreiðslur námu tæplega 6,1 milljarði króna sem er aukning upp á 10,8% frá árinu áður. Til sjóðsins greiddu 12.369 sjóðfélagar á síðasta ári.

SL hefur að markmiði að ná góðri langtímaávöxtun fyrir sjóðfélaga sína og hefur náð einstökum árangri í þeim efnum. Undir lok árs 2021 mældist meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 20 ára 5,4% sem er með því betra á meðal íslenskra lífeyrissjóða. Langtímaávöxtun yfir 10 ára meðaltal er 6,6% og til 5 ára 7,9%.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins er afar sterk, um 2,5% sem þýðir að SL er vel í stakk búinn til að mæta skuldbindingum sínum með lífeyrisgreiðslur sjóðfélaga til framtíðar. SL lífeyrissjóður hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur.

SL lífeyrissjóður er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. 
Ársfundur SL lífeyrissjóðs verður haldinn kl. 16.30 þann 2. júní nk. og verður auglýstur sérstaklega.

Helstu tölur, sjá yfirlit yfir starfsemi SL lífeyrissjóðs árið 2021 (pdf)

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
24.nóv. 2022

Afar sterk lagaleg staða lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs

Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og...
Lesa meira
Sjá allar fréttir