08. desember 2022
Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður
Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, hefur í skriflegri álitsgerð komist að þeirri niðurstöðu að ráðagerð fjármála- og efnahagsráðherra sem birtast í skýrslu hans til Alþingis frá því í október sl. um möguleg slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs með lögum væri andstæð stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það er jafnframt niðurstaða Róberts að slit og gjaldþrotaskipti ÍL-sjóðs á þeim grundvelli sem fram kemur í skýrslunni fæli í sér eignarnám sem verði ekki framkvæmt án fullra bóta til lífeyrissjóðanna sem meðal annars tækju mið af samningsskuldbindingum ÍL-sjóðs um greiðslu vaxta til framtíðar. Álitsgerð Róberts er afgerandi og í samræmi við álitsgerð LOGOS um sama efni sem birt var í nóvember.
Álitsgerð Róberts er hægt að nálgast hér.
Álitsgerð Róberts er hægt að nálgast hér.

Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir

21.okt. 2025
Einungis lán með föstum vöxtum
SL lífeyrissjóður metur þessa dagana áhrif dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024, þar sem fjallað var um skilmála lána...
Lesa meira02.okt. 2025