30. janúar 2023

Sl lífeyrissjóður fyrstur íslenskra lífeyrissjóða með alþjóðlega vottun BSI á umhverfisstjórnunarkerfi

SL lífeyrissjóður varð nýlega fyrstur á meðal íslenskra lífeyrissjóða til að hljóta alþjóðlega vottun BSI á Íslandi samkvæmt ISO 14001:2015 umhverfisstaðlinum, sem er alþjóðlega viðurkennd vottun fyrir þau fyrirtæki sem setja umhverfismál í öndvegi. Vottunin er ákveðin yfirlýsing til allra hagsmunaaðila sjóðsins og þá einkum sjóðfélaga um hversu umhverfismál séu sjóðnum mikilvæg í öllu hans starfi. Innleiðing umhverfisstaðalsins þýðir m.a. að við munum horfa til þess í allri ákvörðunartöku um fjárfestingar hvernig við getum haft áhrif til góðs í umhverfismálum bæði hér heima og erlendis. Þá
höfum sett okkur markmið um ábyrgar fjárfestingar til ársins 2030, þar sem gerðar eru þær kröfur að þau félög sem sjóðurinn fjárfesti í sýni ábyrgð gagnvart félagslegum og umhverfislegum þáttum sem og stjórnarháttum (UFS).

Hvernig virkar ISO 14401 umhverfisstaðallinn?
Umhverfisstaðlinum er m.a. ætlað er að styðja okkur í að ná betri árangri þegar kemur að fjárfestingum og eignastýringu í grænum fjárfestingum. Segjum sem svo að lífeyrissjóðurinn standi frammi fyrir tveimur jafngóðum fjárfestingarkostum en annar þeirra sé að auki betri út frá umhverfissjónarmiðum - þá myndi hann að líkindum verða valinn. Vissulega getur málið orðið nokkuð flóknara. Við störfum eftir stefnu um ábyrgar fjárfestingar og verklagi þar sem vel skilgreindir verkferlar leiðbeina okkur um fýsileika fjárfestingar, fyrst með tilliti til ávöxtunar og áhættu og síðan hvort fjárfestingin uppfylli skilyrði um grænar fjárfestingar. Sama hvað, þá mun ákvörðun alltaf fyrst og fremst snúast um halda markmiðum um góða langtímaávöxtun fyrir sjóðfélaga.

7,5% grænar fjárfestingar fyrir 2030
Við höfum náð afburðaárangri þegar kemur að langtímaávöxtun fyrir sjóðfélaga, en yfir 20 ára tímabil er Sl lífeyrissjóður á meðal þeirra allra bestu á landinu. Þetta leiðarljós krefst mikils aga í rekstri og drífur okkur áfram til að gera alltaf sífellt betur fyrir sjóðfélaga sama hvar þeir eru staddir á æviskeiði sínu. En við höfum ekki síst skyldum að gegna gagnvart umhverfinu okkar og viljum beina fjármagni eins og kostur er í græn verkefni, fyrir framtíð okkar og afkomenda. Grænar fjárfestingar eru einn af þeim stóru áhrifavöldum á heimsvísu sem geta knúið fram breytingar til góðs í umhverfismálum. Við berum því ríka ábyrgð þegar kemur að því að beita okkur í þær áttir. Í dag er um 6% af eignasafni sjóðsins skilgreint sem hreinar grænar eignir (að auki eru við með eignir sem eru að einhverju marki grænar) og við setjum stefnuna á 7,5% fyrir árið 2030. Nýfengin ISO14001 umhverfisvottun er mikilvægur hluti af þessari vegferð sem við erum afar stolt af og skapar grunn að okkar fjárfestingarstefnu til framtíðar. Við ætlum að halda áfram að skila sjóðfélögum okkar úrvalslangtímaávöxtun, en einnig að taka þátt í að bæta umhverfi og náttúru í gegnum fjárfestingar hérlendis og erlendis. Þannig leggur Sl lífeyrissjóður sitt af mörkum til að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda og stuðlar að því að við náum markmiðum Íslands á sviði loftslagsmála.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.apr. 2024

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Þann 15. apríl sl. voru yfirlit sjóðfélaga birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL sem má finnu undir þjónustuvefir.
Lesa meira
Sjá allar fréttir