01. maí 2023
Starfsemi SL lífeyrissjóðs árið 2022
Hrein eign SL lífeyrissjóðs í árslok 2022 stóð í 242.349 milljörðum króna samanborið við 242.660 milljarða á árinu áður. Nafnávöxtun sjóðsins var jákvæð um 0,6% (17,1% 2021) sem samsvarar um 8,0% neikvæðri raunávöxtun á árinu (11,7% jákvæð raunávöxtun 2021).
Árið 2022 var afar krefjandi á mörkuðum hér á landi sem annarsstaðar. SL lífeyrissjóður hefur alla tíð verið varfærinn langtímafjárfestir sem hefur það að markmiði að hámarka lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna og tryggja þeim bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á. Langtímaávöxtun sjóðsins er ein mikilvægasta leiðin til að skoða stöðu hans, en meðalraunávöxtun til 20 ára mælist 4,7%, yfir 10
ára meðaltal 4,9% og til 5 ára 5,0%.
Til sjóðsins greiddu 12.358 sjóðfélagar á síðasta ári en fjöldi þeirra jókst lítillega á milli ára. Hlutfall lífeyris af hreinni eign var 2,9% árið 2022, en lífeyrissjóðsgreiðslur til sjóðfélaga jukust á milli ára, námu tæplega 7,1 milljörðum króna á árinu 2022 í samanburði við 6,1 milljarð á árinu 2021.
SL lífeyrissjóður er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign.
Farið verður yfir afkomu á ársfundi SL lífeyrissjóðs sem verður haldinn þann 1. júní nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 16.30.
Helstu tölur um afkomu ársins 2022, sjá yfirlit yfir starfsemi SL lífeyrissjóðs fyrir árið 2022.
Árið 2022 var afar krefjandi á mörkuðum hér á landi sem annarsstaðar. SL lífeyrissjóður hefur alla tíð verið varfærinn langtímafjárfestir sem hefur það að markmiði að hámarka lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna og tryggja þeim bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á. Langtímaávöxtun sjóðsins er ein mikilvægasta leiðin til að skoða stöðu hans, en meðalraunávöxtun til 20 ára mælist 4,7%, yfir 10
ára meðaltal 4,9% og til 5 ára 5,0%.
Til sjóðsins greiddu 12.358 sjóðfélagar á síðasta ári en fjöldi þeirra jókst lítillega á milli ára. Hlutfall lífeyris af hreinni eign var 2,9% árið 2022, en lífeyrissjóðsgreiðslur til sjóðfélaga jukust á milli ára, námu tæplega 7,1 milljörðum króna á árinu 2022 í samanburði við 6,1 milljarð á árinu 2021.
SL lífeyrissjóður er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign.
Farið verður yfir afkomu á ársfundi SL lífeyrissjóðs sem verður haldinn þann 1. júní nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 16.30.
Helstu tölur um afkomu ársins 2022, sjá yfirlit yfir starfsemi SL lífeyrissjóðs fyrir árið 2022.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
25.nóv. 2024
Birting yfirlita sjóðfélaga SL
Yfirlit sjóðfélaga hafa verið birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL.
Lesa meiraSjá allar fréttir