03. apríl 2024
Starfsemi SL lífeyrissjóðs árið 2023
Í ár fagnar SL lífeyrissjóður 50 ára starfsafmæli en sjóðurinn var stofnaður þann 26. september 1974 þegar allt launafólk á Íslandi var skyldað til að greiða í lífeyrissjóð. Stjórn og starfsfólk sjóðsins er sérlega stolt af farsælli sögu hans í þjónustu við launafólk á Íslandi, sem þakka má varkárni í fjárfestingarákvörðunum.
SL hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga, er óháður öllum stéttarfélögum og bönkum sem þýðir að hann ber alltaf og eingöngu hagsmuni sjóðfélaga og fjölskyldna þeirra fyrir brjósti. Litið yfir tuttugu ára tímabil hefur sjóðurinn verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða og hlotið viðurkenningu í þeim efnum. SL lífeyrissjóður er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum.
2023
Lífeyrisþegar og lífeyrisgreiðslur
Á árinu 2023 greiddu 11.921 einstaklingar iðgjöld til sjóðsins, alls um 5.679 milljónir króna. Þá greiddu 2.428 launagreiðendur iðgjöld fyrir starfsmenn sína á árinu. Virkir sjóðfélagar voru 5.569. Samtals hækkuðu iðgjöld um 12,8% frá fyrra ári. Fjöldi einstaklinga með réttindi hjá sjóðnum er 150.209. Hlutfall lífeyris af hreinni eign var 3,4% árið 2023.
Lífeyrisþegar voru 21.628 í árslok 2023 og fjölgaði þeim á árinu um 12,4%. Á liðnu ári hófu 1.820 sjóðfélagar töku eftirlaunalífeyris samanborið við 1.078 árið áður, en lífeyrisþegum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Lífeyrisgreiðslur úr samtryggingardeild námu 8.914 milljónum króna og hækkuðu um 28,2% milli ára. Ein meginskýring er sú að frá 1. janúar 2023 breyttust samþykktir sjóðsins þannig að hægt er að taka lífeyri frá 60 ára aldri í stað 65 ára aldurs áður, sem mjög margir kusu að gera.
Öflug langtímaávöxtun
SL lífeyrissjóður hefur alla tíð verið varfærinn langtímafjárfestir sem hefur það að markmiði að hámarka lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna og tryggja þeim bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á. Starfsemi sjóðsins er í tveimur deildum, samtryggingardeild og séreignardeild. Hrein eign samtryggingardeildar nam 260.718 m. kr. í árslok og óx um 9,3% eða 22.122 m.kr. milli ára. Hrein nafnávöxtun ársins 2023 var 10,7% samanborið við 0,6% árið áður. Hrein raunávöxtun var 2,5% samanborið við -8,0% árið á undan. Fimm ára meðaltalsraunávöxtun nam 5,1%, meðaltalsraunávöxtun sl. 10 ára nam 4,6% og sl. 20 ára 4,4%.
Markaðir réttu úr kútnum eftir strembna byrjun á árinu
Árið 2023 byrjaði með sama álíka krefjandi hætti á mörkuðum eins og árið á undan, stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkuðu frá 6% í 9,25%, og hátt vaxtastig ásamt fleiri þáttum lituðu þróunina á mörkuðum framan af. Heilt yfir gekk þó rekstur skráðra félaga í Kauphöllinni vel á árinu og hluti þeirra greiddu annað hvort út arð eða lækkuðu hlutafé. Undir lok árs tók markaðurinn við sér, en Marel leiddi verðhækkanir til loka árs í kjölfar fregna um óskuldbindandi yfirtöku bandaríska tæknifyrirtækisins John Bean Tecnologies á félaginu.
Farið verður yfir afkomu á ársfundi SL lífeyrissjóðs sem verður haldinn þann 11. apríl nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 16.30.
Helstu tölur um afkomu ársins 2023, sjá yfirlit yfir starfsemi SL lífeyrissjóðs fyrir árið 2023.
SL hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga, er óháður öllum stéttarfélögum og bönkum sem þýðir að hann ber alltaf og eingöngu hagsmuni sjóðfélaga og fjölskyldna þeirra fyrir brjósti. Litið yfir tuttugu ára tímabil hefur sjóðurinn verið með eina bestu langtímaávöxtunina á meðal íslenskra lífeyrissjóða og hlotið viðurkenningu í þeim efnum. SL lífeyrissjóður er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum.
2023
Lífeyrisþegar og lífeyrisgreiðslur
Á árinu 2023 greiddu 11.921 einstaklingar iðgjöld til sjóðsins, alls um 5.679 milljónir króna. Þá greiddu 2.428 launagreiðendur iðgjöld fyrir starfsmenn sína á árinu. Virkir sjóðfélagar voru 5.569. Samtals hækkuðu iðgjöld um 12,8% frá fyrra ári. Fjöldi einstaklinga með réttindi hjá sjóðnum er 150.209. Hlutfall lífeyris af hreinni eign var 3,4% árið 2023.
Lífeyrisþegar voru 21.628 í árslok 2023 og fjölgaði þeim á árinu um 12,4%. Á liðnu ári hófu 1.820 sjóðfélagar töku eftirlaunalífeyris samanborið við 1.078 árið áður, en lífeyrisþegum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Lífeyrisgreiðslur úr samtryggingardeild námu 8.914 milljónum króna og hækkuðu um 28,2% milli ára. Ein meginskýring er sú að frá 1. janúar 2023 breyttust samþykktir sjóðsins þannig að hægt er að taka lífeyri frá 60 ára aldri í stað 65 ára aldurs áður, sem mjög margir kusu að gera.
Öflug langtímaávöxtun
SL lífeyrissjóður hefur alla tíð verið varfærinn langtímafjárfestir sem hefur það að markmiði að hámarka lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna og tryggja þeim bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á. Starfsemi sjóðsins er í tveimur deildum, samtryggingardeild og séreignardeild. Hrein eign samtryggingardeildar nam 260.718 m. kr. í árslok og óx um 9,3% eða 22.122 m.kr. milli ára. Hrein nafnávöxtun ársins 2023 var 10,7% samanborið við 0,6% árið áður. Hrein raunávöxtun var 2,5% samanborið við -8,0% árið á undan. Fimm ára meðaltalsraunávöxtun nam 5,1%, meðaltalsraunávöxtun sl. 10 ára nam 4,6% og sl. 20 ára 4,4%.
Markaðir réttu úr kútnum eftir strembna byrjun á árinu
Árið 2023 byrjaði með sama álíka krefjandi hætti á mörkuðum eins og árið á undan, stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkuðu frá 6% í 9,25%, og hátt vaxtastig ásamt fleiri þáttum lituðu þróunina á mörkuðum framan af. Heilt yfir gekk þó rekstur skráðra félaga í Kauphöllinni vel á árinu og hluti þeirra greiddu annað hvort út arð eða lækkuðu hlutafé. Undir lok árs tók markaðurinn við sér, en Marel leiddi verðhækkanir til loka árs í kjölfar fregna um óskuldbindandi yfirtöku bandaríska tæknifyrirtækisins John Bean Tecnologies á félaginu.
Farið verður yfir afkomu á ársfundi SL lífeyrissjóðs sem verður haldinn þann 11. apríl nk. á Grand Hótel Reykjavík kl. 16.30.
Helstu tölur um afkomu ársins 2023, sjá yfirlit yfir starfsemi SL lífeyrissjóðs fyrir árið 2023.
Fleiri fréttir
Sjá allar fréttir
25.nóv. 2024
Birting yfirlita sjóðfélaga SL
Yfirlit sjóðfélaga hafa verið birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL.
Lesa meiraSjá allar fréttir