26. ágúst 2024

Lífeyrismál og sparnaður á mannamáli - 50 ára afmælishátíð SL lífeyrissjóðs

SL lífeyrissjóður er fimmtugur í ár og af því tilefni bjóðum við til veislu, létt gríns og fræðslu í Iðnó, 26. september kl. 17.
Viðburðurinn er öllum opinn – verið hjartanlega velkomin.  

Skráning hér á fb event með því að merkja við ´Going/Mæti´ eða með því að senda póst á sl@sl.is 

Dágóður hluti launa okkar fer inn í lífeyrissjóði alveg frá því við byrjum að vinna og til starfsloka og því mikilvægt að vita hvernig lífeyrissjóðurinn getur þjónað okkur sem best, hvort sem við erum yngri eða eldri. Hvað þarf að hafa í huga þegar kemur lífeyrissparnaði á mismunandi æviskeiðum og í mismunandi aðstæðum, t.d. sem sjálfstætt starfandi? Hvaða möguleika hef ég á að deila lífeyri með maka eða að velja hlutfall séreignar í skyldulífeyri? Hvernig get ég hámarkað lífeyrissréttindi mín og af hverju skiptir það máli? Hvernig getur lífeyrissjóðurinn minn hjálpað mér með fyrstu kaup á íbúð? Viðbótarsparnaður, séreign, bundin séreign, tilgreind séreign.....hvað í ósköpunum er í gangi og hvað skal velja? 

Á þessum afmælisviðburði ætlum við að tala um lífeyrismálin á mannamáli en til þess höfum við fengið Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafa sem ætlar að stýra léttu en hispurslausu spjalli við þrjá snillinga sem þekkja lífeyrismál og almennan sparnað vel fyrir hin ýmsu æviskeið. Þau eru Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur hjá Arion banka, Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum og stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fv. formaður Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og fv. varaformaður Eflingar stéttarfélags.  

Helga Braga Jónsdóttir, leikkona kíkir við til að rugla aðeins í okkur, hún er mikið að spá í málin!  

Afmælisveitingar á boðstólum – öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir! 



Skráning hér á fb event með því að merkja við ´Going/Mæti´ eða með því að senda póst á sl@sl.is 

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
04.jún. 2024

SL með bestu ávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða árið 2023

Við höfum getað státað okkur af því að vera sá lífeyrissjóður á landinu sem hefur boðið sjóðfélögum sínum upp á eina...
Lesa meira
Sjá allar fréttir