10. október 2024

Innheimta iðgjalda í lífeyrissjóð fyrir árið 2023

Þann 9. október síðastliðinn hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2023. Vinsamlegast athugið að greiða þarf iðgjald í lífeyrissjóð af öllum launatekjum, ekki bara af grunnlaunum eða aðalstarfi.

Innheimtan byggir á samkeyrslu milli lífeyrissjóða og Ríkisskattstjóra. Það er hlutverk Ríkisskattstjóra að upplýsa SL lífeyrissjóð um þá sem ekki hafa greitt lögbundið iðgjald fyrir árið 2023. Af þeirri ástæðu voru stofnaðar kröfur sem birtast greiðendum í þeirra heima- eða fyrirtækjabanka. Frá og með 1. janúar 2023 varð skylt að greiða 15,5% í lífeyrissjóð sem skiptist þannig að launþeginn greiðir 4% og launagreiðandinn greiðir 11,5%. Hjá SL lífeyrissjóði er hægt að skipta 15,5% iðgjaldinu kjósi sjóðfélagi það. Alltaf fara 12% í samtryggingu en svo má velja að setja allt að 3,5% í tilgreinda séreign. Til að svo megi vera þarf að fylla út rafræna umsókn um tilgreinda séreign inni á heimasíðu sjóðsins.

Vinsamlegast athugið að mikið álag er á símkerfi sjóðsins þessa dagana en öllum tölvupóstum verður svarað eins fljótt og kostur er.

Hægt er að senda sjóðnum fyrirspurn á sl@sl.is.


Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
24.mar. 2025

Ársfundur SL 2025

Ársfundur SL lífeyrissjóðs verður föstudaginn 11. apríl 2025 kl. 16:00 á Hilton Nordica Reykjavík, Suðurlandsbraut 2...
Lesa meira
Sjá allar fréttir