02. október 2025

Innheimta iðgjalda vegna tekjuársins 2024

Þann 2. október hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2024.

Krafan er vegna ógreiddra iðgjalda tekjuársins 2024. Krafan verður til við skattaeftirlit hjá Ríkisskattstjóra en hann samkeyrir álagningarskrána við skrár frá lífeyrissjóðum landsins. Ef ekki hefur verið greitt í neinn lífeyrissjóð ber okkur að sjá um innheimtuna í samræmi við 6. gr. laga nr. 129/1997.

Vinsamlegast athugið að greiða þarf iðgjald í lífeyrissjóð af öllum launatekjum, ekki bara af grunnlaunum eða aðalstarfi.

Hjá SL lífeyrissjóði er hægt að skipta 15,5% iðgjaldinu kjósi sjóðfélagi það. Alltaf fara 12% í samtryggingu en svo má velja að setja allt að 3,5% í tilgreinda séreign. Til að svo megi vera þarf að fylla út rafræna umsókn um tilgreinda séreign inni á heimasíðu sjóðsins.

Upplýsingar um kröfuna berast til þín á næstu dögum í pósti og er einnig að finna á launagreiðendavef SL (hér). Þar er sundurliðun kröfunnar.

Vinsamlegast athugið að mikið álag er á símkerfi sjóðsins þessa dagana en öllum tölvupóstum verður svarað eins fljótt og kostur er.

Hægt er að senda sjóðnum fyrirspurn á sl@sl.is.


Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
02.jún. 2025

Nýr framkvæmdastjóri og nýr sviðsstjóri áhættustýringarsviðs

Guðmundur Stefán Steindórsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra SL lífeyrissjóðs en hann tekur við keflinu af...
Lesa meira
Sjá allar fréttir