21. október 2025

Einungis lán með föstum vöxtum

SL lífeyrissjóður metur þessa dagana áhrif dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024, þar sem fjallað var um skilmála lána Íslandsbanka, en ljóst er að sú vinna mun taka nokkurn tíma.

Á meðan stendur sjóðfélögum SL einungis til boða að taka verðtryggð lán með föstum vöxtum hjá sjóðnum.

Nánari upplýsingar um stöðu mála verða birtar á vef sjóðsins um leið og þær liggja fyrir.

Sjóðfélagar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.