20. janúar 2026

Tekjuathugun örorkulífeyrisþega – víxlverkunarákvæði framlengt

Þann 18. desember sl. var á Alþingi samþykkt breyting á lögum um lífeyrissjóði nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, þar sem bráðabirgðaákvæði XI (víxlverkunarákvæði) var framlengt til loka árs 2026. Framlenging víxlverkunarákvæðisins var afturvirk frá 1. september síðastliðnum. Samkvæmt ákvæðinu er lífeyrissjóðum óheimilt, á tímabilinu 1. september 2025 til og með 31. desember 2026, að láta almennar hækkanir sem kunna að verða á örorkulífeyrisgreiðslum skv. lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar og lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, leiða til lækkunnar á örorkulífeyri sjóðfélaga úr lífeyrissjóði.

 

SL lífeyrissjóður hefur nú endurtekið tekjuathugun nóvembermánaðar 2025 vegna útreiknings örorkulífeyris fyrir desember 2025 og leiðrétt örorkulífeyrisgreiðslur þeirra sem við á. Framlenging víxlverkunarákvæðisins sem lögfest var í desember var afturvirk frá 1. september síðastliðnum. Þar sem lagabreytingin gekk ekki í gegn fyrr en langt var liðið á desember reyndist ekki mögulegt að endurtaka tekjuathugunina, samkvæmt breyttum forsendum, fyrir útreikning lífeyrisgreiðslna desember 2025. Örorkulífeyrisþegar sem hækka aftur vegna nýja bráðabirgðaákvæðisins hafa fengið bréf inná island.is um breytinguna. Möguleg hækkun verður greidd út í lok janúar 2026.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
09.des. 2025

Umfjöllun um söluaðila erlendra líftrygginga á Íslandi

Í kjölfar Kveiksþáttar síðastliðinnar viku þar sem umfjöllunarefnið var sala erlendra lífeyristrygginga vill SL...
Lesa meira
Sjá allar fréttir