Tilgreind séreign

Nánar um lán
 • Val um að tilgreind séreign fari í sjálfstæðan sjóð eða verði hluti af skylduiðgjaldi til aukinna réttinda. 
 • Hefja má úttekt við 62 ára aldur - alveg laus við 67 ára aldur.
 • Einkaeign sjóðsfélaga og erfanleg.
 • Ekki heimilt að ráðstafa inn á lán eða í annað sem sérstök úrræði stjórnvalda heimila.
 • Hægt að fá greidda út við örorku eins og frjálsa séreign. 
 • Hluti af lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóð og skerðir greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Engar skerðingar hjá þeim sem þegar eru komnir á lífeyri eða hófu töku áramótin 2022-2023.

Í hnotskurn:

 • Val er um að allt að 3,5% af samtryggingariðgjaldi umfram 12% fari í tilgreinda séreign eða
  verði hluti af skylduiðgjaldi til aukinna lífeyrisréttinda. Ef ekkert er valið, verður aukið framlag
  vinnuveitenda sjálfkrafa skilgreint sem hluti af skylduiðgjaldi. Hafa þarf samband við
  lífeyrissjóðinn ef sjóðfélagi vill velja.
 • Velji sjóðfélagi að tilgreind séreign fari ekki í aukin lífeyrisréttindi má úttekt hefjast við 62 ára
  aldur og verður hún alveg laus við 67 ára aldur (greiðsludreifing).
 • Tilgreind séreign er einkaeign sjóðsfélagans og erfist samkvæmt reglum erfðalaga.
 • Tilgreind séreign myndar sjálfstæðan sjóð í eigu sjóðfélagans. Hún getur því ekki myndað rétt
  til ævilangs lífeyris, heldur minnkar sjóðurinn með hverri úttekt þar til hann tæmist um síðir.
 • Tilgreindri séreign er ekki heimilt að ráðstafa inn á lán eða í annað sem sérstök úrræði
  stjórnvalda heimila að ráðstafa frjálsu séreigninni í.
 • Tilgreinda séreign er hægt að fá greidda út við örorku eins og frjálsa séreign. Tilgreind séreign
  myndar ekki lífeyrisrétt til örorku-, maka- eða barnalífeyris, nema hún sé hluti af
  skylduiðgjaldi.
 • Tilgreind séreign verður hluti af lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóð og mun þannig skerða greiðslur
  Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Engar skerðingar verða hjá þeim sem þegar eru komnir á
  lífeyri hjá TR eða hefja töku um áramótin 2022-2023. Viðbótarséreignarsparnaður (frjáls
  séreign) sjóðfélaga þar sem hlutur launagreiðenda er 2% og launþega 4% hefur ekki áhrif á
  lífeyrisgreiðslur frá TR.


Viðbótarlífeyrissparnaður

Ávöxtunarleiðir