Tilgreind séreign

Nánar um lán

Tilgreind séreign

  • Val um að allt að 3,5% af samtryggingariðgjaldi umfram 12% fari í tilgreinda séreign.
  • Góður viðbótargrunnur
  • Tilgreind séreign er einkaeign sjóðsfélagans og erfist samkvæmt reglum erfðalaga.
  • Tilgreind séreign er laus til útborgunar við 62 ára aldur. Dreifa skal greiðslum þar til sjóðsfélagi nær 67 ára aldri.
  • Tilgreind séreign myndar sjálfstæðan sjóð í eigu sjóðfélagans. Hún getur því ekki myndað rétt til ævilangs lífeyris, heldur minnkar sjóðurinn með hverri úttekt þar til hann tæmist um síðir.
  • Tilgreindri séreign er ekki heimilt að ráðstafa inn á lán eða í annað sem sérstök úrræði stjórnvalda heimila að ráðstafa frjálsu séreigninni í.
  • Tilgreinda séreign er hægt að fá greidda út við örorku eins og frjálsa séreign. Tilgreind séreign myndar ekki rétt til örorku-, maka- eða barnalífeyris.